Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 30. nóvember 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Hallbera líklega áfram í Svíþjóð - „Ætla að taka frí og skoða möguleikana"
Icelandair
Hallbera ætlar sér að vera áfram í Svíþjóð
Hallbera ætlar sér að vera áfram í Svíþjóð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir býst við því að vera áfram í Svíþjóð en hún verður hins vegar ekki áfram hjá AIK.

Hallbera gerði eins árs samning við AIK í desember á síðasta ári og hjálpaði liðinu að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni í sumar.

Hún verður ekki áfram hjá AIK en býst þó fastlega við því að vera áfram í sænsku deildinni. Hallbera býr í Stokkhólmi og sér fyrir sér að vera þar.

Hammarby, Djurgården og Brommapojkarna eru öll í Stokkhólmi og þá er Eskilstuna í grenndinni. Hallbera hefur áður verið á mála hjá Djurgården en hún spilaði með liðinu árið 2017.

„Við í raun náðum markmiði okkar sem var að halda okkur í heildinni en þetta var upp og niður. Við lentum í miklu basli fyrir sumarfríið því við náðum varla í lið. Þetta var mjög krefjandi en þegar við vorum með okkar besta lið þá gekk þetta vel."

„Ég verð ekki áfram hjá AIK en ég verð örugglega áfram í Svíþjóð. Ég ætla að taka frí eftir þennan leik, fara eitthvað í sól og skoða aðeins möguleikana," sagði hún í viðtali við Fótbolta.net í gær.
Hallbera: Ég held að við getum sett kröfu á sigur
Athugasemdir
banner
banner