Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 30. nóvember 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sautján leikja sigurgöngu Bayern lokið
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Danska liðið FCK náði því merka afreki að gera markalaust jafntefli við Bayern München á Allianz-Arena í Meistaradeild Evrópu í gær.

Bayern München hafði unnið síðustu sautján leiki sína í riðlakeppninni fyrir leikinn í gær en þeirri sigurgöngu er nú formlega lokið.

FCK varð þá fyrsta liðið í fimm ár til þess að taka stig af Bayern á Allianz-Arena, en hollenska liðið Ajax gerði það síðast í október árið 2018.

Magnað afrek hjá FCK, sem heldur í vonina um að komast upp úr A-riðli.

Liðið er nú í öðru sæti riðilsins með 5 stig, eins og Galatasaray, sem er í þriðja sætinu. Manchester United er á botninum með 4 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner