Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
banner
   lau 30. desember 2023 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Velja Mikael einn af þremur bestu í sinni stöðu
Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson er á meðal fimm bestu vinstri kantmann dönsku úrvalsdeildarinnar að mati Tipsbladet.

Mikael er algjör lykilmaður fyrir AGF í Árósum en hann er í þriðja sæti á listanum.

„Hann hefur lengi verið í dönsku úrvalsdeildinni en það er líklegt að hann muni fljótlega reyna fyrir sér á stærra sviði," segir í greininni um Mikael.

„Mikael er orkusprengja og það er pest að spila gegn honum. Hann er sá leikmaður sem mest er brotið á. Hann þarf að bæta mörkum og stoðsendingum í sinn leik. Ef það gerist, þá kemst hann á næsta stig."

Elias Achouri, kantmaður FC Kaupmannahafnar, er besti vinstri kantmaður dönsku úrvalsdeildarinnar að mati Tipsbladet.

Að mati David Boysen, sérfræðing Tipsbladet þá er Mikael næst besti vinstri kantmaður deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner