Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 31. janúar 2020 22:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borja Baston í Aston Villa (Staðfest)
Aston Villa er búið að krækja í spænska sóknarmanninn Borja Baston á frjálsri sölu frá Swansea á þessum gluggadegi.

Samningur hans átti að renna út eftir tímabilið og þess vegna ákvað Swansea að hleypa honum til Villa á frjálsri sölu.

Baston er 27 ára gamall og hefur verið mála hjá Swansea frá 2016. Síðustu tvö tímabil var hann á láni á Spáni, hjá Malaga og Alaves. Á þessu tímabili hefur hann skorað sex mörk í 19 leikjum með Swansea í Championship-deildinni.

Aston Villa er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner