Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. janúar 2023 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ayoze Perez til Real Betis eftir mörg ár á Englandi (Staðfest)
Ayoze Perez.
Ayoze Perez.
Mynd: Getty Images
Leicester hefur lánað spænska sóknarmanninn Ayoze Perez til Real Betis út þessa leiktíð.

Perez, sem er 29 ára gamall, hefur leikið á Englandi frá árinu 2014. Hann gekk fyrst í raðir Newcastle og spilaði þar til ársins 2019. Þá var hann keyptur til Leicester fyrir 30 milljónir punda.

Hann hefur ekki spilað stórt hlutverk í liði Leicester í ár og snýr því aftur heim til Spánar eftir langan tíma á Englandi.

Samningur leikmannsins við Leicester rennur út eftir leiktíðina og það er ólíklegt að sá samningur verði framlengdur.

Real Betis er í sjötta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar sem stendur en Leicester er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner