Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arshavin ráðleggur Arsenal að losa Özil - „Hægir á leiknum"
Mynd: Getty Images
Andrey Arshavin, fyrrum leikmaður Arsenal, er á því að félagið eigi að losa sig við Mesut Özil, sóknarmiðjumann liðsins, þrátt fyrir að Özil sé með gæði í heimsklassa.

Arshavin finnst Özil hægja of oft á leiknum og hann telur að Mikel Arteta, stjóri Arsenal geti fundið annan mann í stöðu Þjóðverjans.

„Ég ber að sjálfsögðu mikla virðingu fyrir Mestu. Hann er heimsklassa leikmaður," sagði Arshavin við 888 Sport.

„En persónulega finnst mér hann hægja á leoknum. Ég myndi vilja sjá annan í hans stöðu. Mikel, eins og við sjáum, er ekki á sama máli og notar Özil mikið."

„Özil hefur bætt leik sinn hjá Arsenal en þegar ég horfi til framtíðar sé ég hann ekki hjá félaginu,"
sagði Arshavin að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner