mið 31. mars 2021 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Birkir byrjað þrjá leiki á sex dögum: Alltaf heiður og gaman
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mikilvægt að fá fyrstu þrjú stigin í riðlinum," sagði Birkir Bjarnason eftir 4-1 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í kvöld.

„Við erum ekki ánægðir með leikina í heild en gott að ná í fyrstu stigin," sagði Birkir í samtali við RÚV.

Ísland er búið að spila þrjá leiki á skömmum tíma og Birkir hefur byrjað þá alla.

„Það er alltaf heiður og gaman að spila landsleiki. Það voru allir gíraðir í þetta og klárir í að ná í þrjú stig. Það var vel gert hjá okkur að klára þetta."

„Þetta var svo sem alveg eins og þjálfararnir voru búnir að teikna upp. Þetta fór alveg eftir plani; við vorum mikið með boltann, gerðum vel, vorum þolinmóðir og mörkin komu á endanum."

Næstu leikir í riðlinum eru í september og þá spilar Ísland fyrstu heimaleiki sína. „Þetta er alveg opinn riðill," sagði Birkir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner