Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 31. mars 2021 09:31
Magnús Már Einarsson
Mike Dean ætlar að taka eitt tímabil í viðbót
Dómarinn þekkti Mike Dean ætlar að halda áfram að dæma í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur samkvæmt frétt The Athletic.

Hinn 52 ára gamli Dean er einn litríkasti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur dæmt 21 tímabil í deildinni.

Í febrúar tók hann sér hlé frá dómgæslu eftir að hann og fjölskylda hans fengu líflátshótanir.

Í kjölfarið fór af stað umræða um að Dean myndi mögulega leggja flautuna á hillun eftir tímabilið.

Dean er byrjaður að dæma aftur og hann ætlar að minnsta kosti að taka eitt tímabil til viðbótar að sögn The Athletic.
Athugasemdir
banner