PSG hefur rætt við Salah - Ensk stórlið vilja Gittens - Liverpool hefur áhuga á Semenyo sem gæti verið seldur
   sun 31. mars 2024 20:22
Brynjar Ingi Erluson
Fyrsta liðið til að halda hreinu á Etihad síðan 2021
Mynd: Getty Images
Arsenal afrekaði það að halda hreinu gegn Englands- og Evrópumeisturum Manchester City á Etihad-leikvanginum í dag en liðið er það fyrsta til að gera það síðan 2021.

Lundúnaliðið spilaði agaðan varnarleik og gaf Man City ekki mikið andrými til að skapa færi.

Arsenal var ákveðið í að fá að minnsta kosti stig úr leiknum og tókst það.

Lærisveinar Arteta eru þeir fyrstu í þrjú ár til þess að ná að halda hreinu á Etihad. Ótrúlegt en satt þó var það Southampton sem tókst síðast að halda hreinu.

Það gerðist 18. september árið 2021. Man City átti sextán skot í þeim leik en aðeins eitt sem fór á markið.

Þá er Arsenal aðeins þriðja liðið til að halda hreinu tvisvar á sama tímabilinu gegn liði Pep Guardiola, en Man Utd gerði það tímabilið 2020-2021 og Crystal Palace tímabilið á eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner