Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München eru komnar áfram í úrslitaleik þýska bikarsins eftir að hafa unnið Eintracht Frankfurt eftir vítaspyrnukeppni í dag.
Íslenski landsliðsfyrirliðinn var á sínum stað í vörn Bayern en það ætti ekki að koma neinum á óvart að það var Bayern sem tók forystuna.
Georgia Stanway skoraði úr vítaspyrnu á 4. mínútu leiksins en tæpum fimmtán mínútum síðar jafnaði Frankfurt þökk sé marki frá Garealdine Reuteler.
Leikurinn bauð ekki upp á mörg dauðafæri og átti Bayern aðeins eitt skoti á markið.
Mörkin urðu ekki fleiri eftir venjulegan leiktíma og kom sigurmarkið ekki heldur í framlengingunni. Í vítaspyrnukeppninni var það Maria Luis Grohs, markvörður Bayern, sem klæddi sig í skikkjuna og landaði sigrinum með því að verja þrjár vítaspyrnur Frankfurt.
Bayern skoraði úr þremur spyrnum og fer því áfram í úrslitaleik bikarsins en þar mætir liðið erkifjendum sínum í Wolfsburg. Sveindís Jane Jónsdóttir spilar með Wolfsburg, sem vann 9-0 sigur á Essen í undanúrslitum bikarsins í gær.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir er á mála hjá Bayern en hún er að jafna sig eftir að hnéskelin fór í og úr lið í ágúst. Það er ágætis möguleiki á að hún verði mætt aftur í hóp Bayern þegar úrslitaleikurinn fer fram en hann er settur á 9. maí.
??????????????????#FCBSGE #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/LrqsuNTY2X
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) March 31, 2024
Athugasemdir