3. flokkur Breiðabliks, strákar fæddir 2008, tóku á dögunum þátt í móti í þýska bænum Vechta sem er í norðvestur hluta landsins. Breiðablik endaði í 10. sæti mótsins, en alls tóku 16 lið þátt.
Breiðablik fékk fjögur stig í riðlakeppninni og endaði í 3. sæti í sínum riðli. Liðið vann pólska liðið Widzew Lodz 3-0, tapaði 0-2 gegn hollenska liðinu Sparta Rotterdam og gerði markalaust jafntefli við þýska liðið SV Wehen Wiesbaden. Sparta endaði með sjö stig og Wiesbaden endaði með stigi meira en Blikar.
Breiðablik fékk fjögur stig í riðlakeppninni og endaði í 3. sæti í sínum riðli. Liðið vann pólska liðið Widzew Lodz 3-0, tapaði 0-2 gegn hollenska liðinu Sparta Rotterdam og gerði markalaust jafntefli við þýska liðið SV Wehen Wiesbaden. Sparta endaði með sjö stig og Wiesbaden endaði með stigi meira en Blikar.
Liðin í 3. og 4. sæti riðlakeppninnar spiluðu svo um 9. - 16. sæti mótsins. Blikar unnu þýsku liðin Holstein Kiel og bæði lið JSG Langförden/Bühren/Visbek á mótinu til að komast í leikinn um 9. sætið. Þar hittu Blikar aftur fyrir lið Widzew en í þetta skiptið vann pólska liðið 1-0 sigur og endaði því í 9. sæti.
Blikinn Gylfi Berg Snæhólm var valinn markvörður mótsins. Hann lék með U15 landsliðinu í október í fyrra. Í sumar hefur hann bæði spilað með 3. flokki og 2. flokki hjá Breiðabliki.
Úkraínska liðið Dynamo Kiev endaði sem sigurvegari í mótinu eftir sigur gegn Royal Antwerp í úrslitaleik mótsins.
Heimasíða mótsins
Athugasemdir