Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
banner
   mið 31. maí 2023 15:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U15: Blikar í 10. sæti á alþjóðlegu móti - Gylfi Berg markvörður mótsins
watermark Gylfi Berg með verðlaunagripinn og klár í flugið heim.
Gylfi Berg með verðlaunagripinn og klár í flugið heim.
Mynd: Aðsend
3. flokkur Breiðabliks, strákar fæddir 2008, tóku á dögunum þátt í móti í þýska bænum Vechta sem er í norðvestur hluta landsins. Breiðablik endaði í 10. sæti mótsins, en alls tóku 16 lið þátt.

Breiðablik fékk fjögur stig í riðlakeppninni og endaði í 3. sæti í sínum riðli. Liðið vann pólska liðið Widzew Lodz 3-0, tapaði 0-2 gegn hollenska liðinu Sparta Rotterdam og gerði markalaust jafntefli við þýska liðið SV Wehen Wiesbaden. Sparta endaði með sjö stig og Wiesbaden endaði með stigi meira en Blikar.

Liðin í 3. og 4. sæti riðlakeppninnar spiluðu svo um 9. - 16. sæti mótsins. Blikar unnu þýsku liðin Holstein Kiel og bæði lið JSG Langförden/Bühren/Visbek á mótinu til að komast í leikinn um 9. sætið. Þar hittu Blikar aftur fyrir lið Widzew en í þetta skiptið vann pólska liðið 1-0 sigur og endaði því í 9. sæti.

Blikinn Gylfi Berg Snæhólm var valinn markvörður mótsins. Hann lék með U15 landsliðinu í október í fyrra. Í sumar hefur hann bæði spilað með 3. flokki og 2. flokki hjá Breiðabliki.

Úkraínska liðið Dynamo Kiev endaði sem sigurvegari í mótinu eftir sigur gegn Royal Antwerp í úrslitaleik mótsins.

Heimasíða mótsins
Athugasemdir
banner