Sóknarmaðurinn Gonzalo Higuain er ekkert sérstaklega vel liðinn í Napoli í augnablikinu. Ástæðan fyrir því er einföld, hann fór frá Napoli og samdi við keppinautinn í Juventus.
Juventus gerði Argentínumanninn að þeim þriðja dýrasta í sögunni með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann.
Juventus gerði Argentínumanninn að þeim þriðja dýrasta í sögunni með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann.
Forseti Napoli, Aurelio De Laurentiis, var alls ekki sáttur með Higuain og hefur kallað hann lygara og svikara. „„Sumir segja að það sé ýkt að tala um svik en ég er ekki á því máli. Higuain sveik okkur, hann sveik Napoli, og sýndi mikið vanþakklæti í leiðinni," sagði De Laurentiis meðal annars við Il Corriere dello Sport.
Sumir stuðningsmenn hafa tekið undir þetta, en pizzastaður í Napoli ætlar að ganga skrefinu lengra. Þeir ætla að vera með sérstakt tilboð á öllum margaríta-pizzum sínum þegar argentínski sóknarmaðurinn Gonzalo Higuain meiðist í fyrsta skipta á næsta keppnistímabili.
Ef Higuain verður fyrir meiðslum á komandi keppnistímabili þá mun veitingastaðurinn Show Pizza í Napoli bjóða viðskiptavinum að kaupa margaríta-pizzu á eina evru.
Show Pizza, a restaurant in Napoli is offering a promotion - a Margherita pizza for only €1 when Higuain suffers his first injury at Juve
— Mina Rzouki (@Minarzouki) July 31, 2016
Athugasemdir