Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 31. júlí 2016 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætla að bjóða tilboð á pizzum þegar Higuain meiðist
Sóknarmaðurinn Gonzalo Higuain er ekkert sérstaklega vel liðinn í Napoli í augnablikinu. Ástæðan fyrir því er einföld, hann fór frá Napoli og samdi við keppinautinn í Juventus.

Juventus gerði Argentínumanninn að þeim þriðja dýrasta í sögunni með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann.

For­seti Na­poli, Aurelio De Laurenti­is, var alls ekki sáttur með Higuain og hefur kallað hann lygara og svikara. „„Sumir segja að það sé ýkt að tala um svik en ég er ekki á því máli. Higuain sveik okkur, hann sveik Napoli, og sýndi mikið vanþakklæti í leiðinni," sagði De Laurentiis meðal annars við Il Corriere dello Sport.

Sumir stuðningsmenn hafa tekið undir þetta, en pizzastaður í Napoli ætlar að ganga skrefinu lengra. Þeir ætla að vera með sérstakt tilboð á öll­um marga­ríta-pizz­um sín­um þegar arg­entínski sókn­ar­maður­inn Gonzalo Higuain meiðist í fyrsta skipta á næsta keppn­is­tíma­bili.

Ef Higuain verður fyrir meiðslum á komandi keppnistímabili þá mun veitingastaðurinn Show Pizza í Napoli bjóða viðskiptavinum að kaupa marga­ríta-pizz­u á eina evru.



Athugasemdir