Daði Bergsson leikmaður Þróttar R. í Inkasso-deildinni gerði sér lítið fyrir og skoraði eftir aðeins níu sekúndna leik í gærkvöldi þegar Þróttur tók á móti Haukum í 15. umferð Inkasso-deildarinnar.
Það sem gerir þetta enn ótrúlegra er að Haukar byrjuðu með boltann í leiknum en Daði Bergsson gerði vel og komst fyrir sendingu frá Gunnlaugi Fannari Guðmundssyni, fyrirliða Hauka og var síðan undan Óskari Sigþórssyni markmanni Hauka í boltann í kjölfarið og lagði boltann að lokum í netið.
Það sem gerir þetta enn ótrúlegra er að Haukar byrjuðu með boltann í leiknum en Daði Bergsson gerði vel og komst fyrir sendingu frá Gunnlaugi Fannari Guðmundssyni, fyrirliða Hauka og var síðan undan Óskari Sigþórssyni markmanni Hauka í boltann í kjölfarið og lagði boltann að lokum í netið.
Þetta er sennilega eitt fljótasta mark sem litið hefur dagsins ljós í Inkasso-deildinni. Þróttarnir voru ekkert hættir því þeir tvöfölduðu stöðuna aðeins nokkrum sekúndum síðar og voru komnir í 2-0 eftir rúmar tvær mínútur.
Leiknum lauk með 4-2 sigri Þróttar og er liðið þar með komið með 21 stig í 7. sæti deildarinnar á meðan Haukar eru með 14 stig í 9. sæti deildarinnar.
Markið og öll mörk leiksins má sjá í sjónvarpinu hér að ofan en ÞróttaraVarpið birti myndskeið úr leiknum á vef sínum.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir






















