Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. júlí 2020 11:06
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Grunur um smit í herbúðum Víkings í Ólafsvík
Frá leik með Víkingi Ólafsvík.
Frá leik með Víkingi Ólafsvík.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Grunur leikur á að um kórónaveirusmit sé innan leikmannahóps Víkings í Ólafsvík en þetta kemur fram á mbl.is.

Einn leikmaður liðsins fór í sýna­töku í gær og er beðið eftir niðurstöðu en þangað til eru leikmenn í sjálfskipaðri sóttkví og æfingum liðsins hefur verið aflýst á meðan.

Ólafsvíkingar eru í níunda sæti Lengjudeildarinnar eftir átta umferðir.

KSÍ hef­ur frestað öll­um móts­leikj­um til 5. ág­úst hið minnsta eft­ir hert­ar aðgerðir stjórn­valda til að sporna gegn faraldrinum.

Ekki er vitað á þessari stundu hvenær næstu leikir í Lengjudeildinni eru áætlaðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner