Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   fös 31. júlí 2020 16:37
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli borgar 80 milljónir fyrir Osimhen - Lille fær fjóra frá Napoli
Félagaskipti nígeríska framherjans Victor Osimhen til Napoli eru gengin í gegn.

Ítalskir og franskir fjölmiðlar hafa verið að deila um kaupverð en niðurstaðan virðist vera eftirfarandi.

Napoli borgar 70 milljónir evra fyrir Osimhen auk 10 milljóna í aukagreiðslur. Í heildina eru það 80 milljónir evra og er Osimhen þar með dýrasti afríski leikmaður sögunnar.

Í staðinn kaupir Lille fjóra leikmenn frá Napoli og borgar 5 milljónir evra á haus.

Gríski markvörðurinn Orestis Karnezis, sem lék 15 leiki fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-18, fer til Lille ásamt þremur leikmönnum unglingaliðsins.

Þeir heita Claudio Manzi, Ciro Palmieri og Luigi Liguori.
Athugasemdir
banner