Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 31. júlí 2021 16:18
Brynjar Ingi Erluson
Rangers vann tuttugasta heimaleikinn í röð
Steven Gerrard hefur gert geggjaða hluti með Rangers
Steven Gerrard hefur gert geggjaða hluti með Rangers
Mynd: Getty Images
Skoska úrvalsdeildin hófst í dag og byrjuðu Rangers, ríkjandi meistarar, á góðum 3-0 sigri. Þetta var tuttugasti heimasigur liðsins í röð.

Rangers vann skosku úrvalsdeildina á síðasta tímabili með miklum yfirburðum undir stjórn Steven Gerrard.

Liðið var með 102 stig eða 35 stigum meira en nágrannar þeirra í Celtic.

Tímabilið fór af stað í dag og unnu Rangers öruggan 3-0 sigur. Þetta var 20. sigur liðsins í röð á heimavelli og er það nýtt félagsmet.


Athugasemdir
banner
banner
banner