Ajax 3-5 PSV
Ajax og PSV áttust við í Ofurbikarnum í Hollandi í gær í miklum markaleik.
Steven Bergwijn gekk til liðs við Ajax í sumar frá Tottenham en hann skoraði fyrsta mark leiksins. PSV kom til baka og var marki yfir í hálfleik.
Antony sem hefur m.a. verið orðaður við Man Utd jafnaði metin. Calvin Bassey sem kom til Ajax frá Rangers kom inná sem varamaður en korteri síðar var hann farinn aftur útaf með rautt spjald eftir að hafa tæklað leikmann PSV illa.
Að lokum vann PSV 5-3 en hinn ungi Xavi Simons sem gekk til liðs við PSV frá PSG í sumar skoraði laglegt mark í uppbótartíma og gulltrygði sigurinn. Markið má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir