Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
banner
   mið 31. júlí 2024 12:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Charlie Austin mættur aftur í utandeildina (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Enski framherjinn Charlie Austin er mættur aftur í ensku utandeildina eftir fimmtán ára fjarveru. Hann hefur samið við AFC Totton en síðast var hann í utandeildinni tímabilið 2008-2009 þegar hann raðaði inn mörkum fyrir Poole Town og var í kjölfarið keyptur til Swindon.

Þaðan lá leiðin Burnley, svo QPR, Southampton og loks WBA áður en hann hélt aftur til QPR. Hann var síðustu tvö tímabil hjá Swindon í D-deildinni en er mættur aftur í utandeildina - mun spila í Southern League: Premier South.

Austin er 35 ára framherji sem skoraði átján mörk í úrvalsdeildinni tímabilið 2014-15 með QPR en þau dugðu þó ekki til að halda liðinu uppi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner