Argentínski miðjumaðurinn Valentin Carboni er á leið til Marseille frá Inter á lánssamningi en þetta staðfesta ítalskir og franskir miðlar í dag.
Carboni er 19 ára gamall og verið á mála hjá Inter síðustu tvö ár.
Á síðustu leiktíð var hann á láni hjá Monza í Seríu A, en hann mun nú halda til Frakklands.
Marseille hefur náð samkomulagi við Inter um að fá hann á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann fyrir 40 milljónir evra.
Carboni mun framlengja samning sinn við Inter áður en hann fer í læknisskoðun í Frakklandi.
Miðjumaðurinn var í landsliðshópi Argentínu sem vann Copa America-mótið í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði.
Athugasemdir