Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 31. júlí 2024 10:10
Elvar Geir Magnússon
Roma fundar með Girona um Dovbyk
Mynd: EPA
Florent Ghisolfi íþróttastjóri Roma mun funda með kollegum sínum í Girona í dag en Rómverjar vilja fá úkraínska sóknarmanninn Artem Dovbyk.

Ghisolfi flaug til Spánar í gær en Roma, sem hefur tryggt sér Matias Soule, vill bæta hinum 27 ára gamla Dovbyk við vopnabúr sitt.

Dovbyk er sagður vilja fara til Roma og vinna undir stjórn Daniele De Rossi. Tilboði Roma upp á 30 milljónir evra, auk fimm milljóna evra framtíðargreiðslur, var hafnað. Spænska félagið vill 35+5 milljónir evra fyrir hann.

Dovbyk var funheitur við mark andstæðingana á síðasta tímabili í La Liga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner