,,Þetta var alveg hrein hörmung," sagði Orri Freyr Hjaltalín fyrirliði Grindavíkur eftir 1-3 tap gegn FH í kvöld.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 3 FH
,,Við erum búnir að gefa þeim þessi þrjú mörk á silfurfati og leikurinn bara búinn eftir fimmtíu og eitthvað mínútur."
,,Við erum undir í maður og mann stöðum og því fór sem fór."
Grindavík á gríðarlega mikilvægan leik í fallbaráttunni gegn Fram í næstu umferð. Getur verið að menn hafi verið komnir með hugann þangað?
,,Nei nei, við höfðum bullandi trú á þessu inni í klefa fyrir leik og unnum þá í fyrra og hefur gengið ágætlega á heimavelli í sumar. Þetta var klárlega ekki planið að fara auðaveldlega í gegnum þennan leik."
,,Næst er bara úrslitaleikur fyrir okkur og það eru bara sex stig í pottinum. Það er stefnan að taka þau öll."
Nánar er rætt við Orra í sjónvarpinu að ofan.