,,Það er bara geðveikt, hrikalega ánægður með þetta," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis eftir 3-1 sigur liðsins á Val í Pepsi-deild karla í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 1 Valur
Árni Freyr Guðnason skoraði tvö mörk fyrir Fylki áður en Matthías Guðmundsson minnkaði muninn. Davíð Þór Ásbjörnsson, varnarmaður heimamanna skoraði svo þriðja mark liðsins með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu.
,,Ég var ánægður með strákana. Menn unnu vel, allir sem einn og við vorum að skapa okkur fullt af færum og hefðum getað gert fleiri mörk. Vorum aðeins brothættir í fyrri hálfleik, en svona heilt yfir var ég bara ánægður með leikinn."
,,Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum sigri svona þannig lagað og í leikjunum á undan þá fannst okkur við eiga meira skilið, en við þurfum að sýna það með því að klára hlutina á vellinum og við ætluðum okkur að gera það í þessum leik, og við gerðum það."
Hjörtur Hermannsson spilaði sinn síðasta leik fyrir Fylki í bili, en hann heldur út til Hollands á næstu vikum þar sem hann er á leið til PSV Eindhoven.
,,Ég held að öll lið myndu sakna hans. Mjög öflugur leikmaður og verður bara spennandi að fylgjast með næstu skrefum hans, hvernig hann stígur upp þarna úti og óskum við honum bara góðs gengis þar, en jú auðvitað munum við sakna hans."
,,Hann var bara veikur þannig að við urðum að taka hann útaf, það var ekki meiningin."
Matthías Guðmundsson náði að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks í dag, en Fylkir náði að klára leikinn í síðari hálfleik.
,,Það var svekkjandi að fá markið og menn fóru í neutral gír þarna eftir að hafa verið komnir tveimur mörkum yfir, enda menn ekki vanir því að vera með tveggja marka forystu en við komum sem betur fer til baka og komum sterkir inn í seinni hálfleik og héldum þeim nokkuð vel í skefjum,"
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild seinni í sjónvarpinu.
Athugasemdir