Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
banner
   sun 29. júlí 2012 19:42
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Vonumst til að vera á meðal fjögurra efstu
Ólafur á hliðarlínunni í gær.
Ólafur á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Ég er mjög ánægður með liðið. Við vörðumst vel, sköpuðum færi og nýttum eitt en ég hefði kannski viljað sjá annað detta," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur liðsins á ÍBV í Pepsi-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 ÍBV

,,Við vonumst til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur sem er að vera á meðal þeirra fjögurra efstu. Vonandi höldum við áfram að eiga möguleika á því," sagði Ólafur en Blikar eru nú í 6. sæti, stigi á eftir ÍBV í 4. sætinu.

Danski framherinn Nichlas Rohde skoraði eina markið og átti góðan leik og þá kom Ben Everson einnig sprækur inn í sínum fyrsta leik.

,,Þeir eru búnir að vera á fáum æfingum og það sem ég ætlaðist til af þeim var að fara inn, finna lyktina af þessu og sjá hvað við erum að gera og mér fannst þeir gera það vel."

Þórður Steinar Hreiðarsson átti góðan leik í hjarta varnarinnar í dag í fjarveru Sverris Ingasonar sem var í leikbanni.

,,Þórður er búinn að reynast okkur hrikalega dýrmætur að leysa báðar stöður sem bakvörður og miðvörður. Hann er liðsmaður af bestu gerð og það er ekkert mál þó einn detti þarna út."

Petar Rnkovic var ekki í leikmannahópi Breiðabliks annan leikinn í röð en orðrómur hefur verið um að hann sé á förum frá félaginu.

,,Rnkovic mætir á æfingu á morgun. Ég hef ekkert um það að segja því að ég þekki að ekki ef svo er. Hann er hluti af hópnum hjá okkur, æfir og gerir það vel."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner