Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   sun 29. júlí 2012 19:42
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns: Vonumst til að vera á meðal fjögurra efstu
Ólafur á hliðarlínunni í gær.
Ólafur á hliðarlínunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Ég er mjög ánægður með liðið. Við vörðumst vel, sköpuðum færi og nýttum eitt en ég hefði kannski viljað sjá annað detta," sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur liðsins á ÍBV í Pepsi-deildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 ÍBV

,,Við vonumst til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur sem er að vera á meðal þeirra fjögurra efstu. Vonandi höldum við áfram að eiga möguleika á því," sagði Ólafur en Blikar eru nú í 6. sæti, stigi á eftir ÍBV í 4. sætinu.

Danski framherinn Nichlas Rohde skoraði eina markið og átti góðan leik og þá kom Ben Everson einnig sprækur inn í sínum fyrsta leik.

,,Þeir eru búnir að vera á fáum æfingum og það sem ég ætlaðist til af þeim var að fara inn, finna lyktina af þessu og sjá hvað við erum að gera og mér fannst þeir gera það vel."

Þórður Steinar Hreiðarsson átti góðan leik í hjarta varnarinnar í dag í fjarveru Sverris Ingasonar sem var í leikbanni.

,,Þórður er búinn að reynast okkur hrikalega dýrmætur að leysa báðar stöður sem bakvörður og miðvörður. Hann er liðsmaður af bestu gerð og það er ekkert mál þó einn detti þarna út."

Petar Rnkovic var ekki í leikmannahópi Breiðabliks annan leikinn í röð en orðrómur hefur verið um að hann sé á förum frá félaginu.

,,Rnkovic mætir á æfingu á morgun. Ég hef ekkert um það að segja því að ég þekki að ekki ef svo er. Hann er hluti af hópnum hjá okkur, æfir og gerir það vel."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner