,,Þetta er algjörlega óútskýranlegt gengi. Við erum þó allavega að vinna annan hvern leik," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Vals eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni í kvöld en liðið hefur nú unnið og tapað til skiptis níu leiki í röð.
Valsarar sitja núna í sjötta sæti deildarinnar og möguleikar liðsins á Evrópusæti minnkuðu eftir tapið í kvöld.
Valsarar sitja núna í sjötta sæti deildarinnar og möguleikar liðsins á Evrópusæti minnkuðu eftir tapið í kvöld.
,,Ég held að það ætti að fara að kíkja á tölfræðina og sjá hvort eithvað lið hefur spilað svona í deildinni."
,,Ég get ekkert útskýrt þetta. Við erum búnir að reyna að skoða allt og finnum engan ákveðinn punkt í því. Við vorum búnir að vonast til að við værum búnir að setja lokið á þetta en svo var ekki."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir























