Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   mið 05. september 2012 07:00
Magnús Már Einarsson
Grétar Rafn: Eins gott að byrja strax
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta eru ekki margir leikir þannig að það er eins gott að byrja strax og fá stig í hús," segir Grétar Rafn Steinsson leikmaður íslenska landsliðsins en liðið mætir Norðmönnum í fyrsta leiknum í undankeppni HM á Laugardalsvelli á föstudagkvöld.

,,Ég held að við séum með mjög gott lið í höndunum en við erum að spila á móti mjög góðu norsku liði. Norska liðið er eitthvað breytt, þeir eru ekki með Carew, Pedersen og Huseklepp. Það þarf að nýta vikuna vel í að skoða andstæðinginn, sjá kosti og galla og hvort við getum ekki nýtt okkur það."

Undankeppnin hefst af krafti því íslenska liðið mætir Kýpur á útivelli í næstu viku. Grétar segir erfitt að ákveða markmið fyrir keppnina strax.

,,Ég held að það sé best að ræða markmið eftir fyrstu tvo leikina. Ef það gengur vel í fyrstu tveimur leikjunum er hægt að hafa háleit markmið en ef það gengur illa þurfum við að hafa okkur alla við til að ná ofarlega í riðlinum."

Miðasala á leikinn er í gangi á midi.is og Grétar vonar að landsmenn fjölmenni á völlinn.

,,Þetta verður hörkuleikur og það þarf stuðning til að ná úrslitum. Ég vona innilega að fólk taki við sér og mæti á völlinn á föstudag."
Athugasemdir
banner