Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fös 07. september 2012 21:43
Brynjar Ingi Erluson
Gylfi Þór: Gott að standa undir stóru orðunum
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við erum mjög sáttir, þetta er búið að vera langur undirbúningur og það er gott að fá þrjú stig í dag og halda hreinu. Þetta var svosem ekki fallegur leikur, en þetta er ekki það sem skiptir máli, heldur að vinna leikinn og við gerðum það, svo við erum ánægðir," sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 2-0 sigur á Norðmönnum í dag.

,,Ég held að þetta hafi virkað mjög vel. Við vissum hvernig þeir vildu spila út frá vörninni, kannski þeir voru hættulegastir í föstum leikatriðum, en miðverðirnir og markvörðurinn voru frábærir í dag, þeir skölluðu allt í burtu og Hannes varði oft frábærlega í stöðunni 1-0, svo þetta virkaði vel og allir eru sáttir."

,,Ég var svolítið framar á vellinum, en það skiptir litlu máli. Ég reyni að hjálpa liðinu eins mikið og ég get og þegar við vinnum 2-0 þá skiptir engu máli hvar maður spilar."

,,Sjálfsögðu ekki. Við spilum okkar bolta þannig og vorum bestir þannig. Við erum að læra af síðustu keppni, þar sem við höfum verið óvanir að vera yfir eins og við vorum yfir á móti Noregi hérna síðast og við duttum alltof mikið niður og þeir skoruðu tvö mörk eftir skalla, svo við erum kannski reynslunni ríkari eftir síðustu keppni."

,,Ég held að við séum flestir tæknilega mjög góðir. Ég held að við ættum ekkert að vera að breyta hvernig við spilum boltanum, það er það sem við erum bestir í og það virkaði í dag, sérstaklega miðverðirnir og markvörðurinn."

,,Þegar við þurfum að verjast þá vorum við sterkir sérstaklega þegar þeir sóttu og Hangeland kom inn í . Þannig að ná að halda hreinu í dag var mjög mikilvægt."

,,Þetta var bara fyrsti leikurinn og það er nóg af leikjum eftir þannig við erum ánægðir í kvöld og við förum strax að einbeita okkur að næsta leik sem er gegn Kýpur úti og það verður langt ferðalag."

,,Það er frábært að byrja svona, en ég veit ekki hvað við þurfum mörg stig. En þremur stigum færra þurfum við núna, en það var gott að vinna þennan leik, sérstaklega eftir umfjöllunina frá fjölmiðlum, svo það er gott að standa undir stóru orðunum og geta unnið Norðmenn hérna heima,"
sagði hann að lokum.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner