,,Þetta var fínn leikur að minni hálfu en ég átti líka að dekka manninn sem að skoraði markið þannig að það er ekki allt gott í þessu," sagði Víðir Þorvarðarson leikmaðjur ÍBV eftir 2-1 sigur gegn Grindavík í dag.
Með þessum sigri ÍBV er Grindavík þar með endanlega fallið niður í 1.deild og spilar þar að ári.
,, Það er nú aldrei gaman að önnur lið falli og auðvitað er leiðinlegt að landsbyggðarliðin skulu vera að fara niður en einhver þarf að falla þannig að það er betra að þeir fari en við."
Aðstæðurnar voru mjög erfiðar í dag en Hásteinsvöllur varð fyrir skemmdum í vikunni.
,,Þetta eru nátturulega erfiðar aðstæður. Völlurinn er erfiður og það var mikill vindur og þetta var baráttu leikur og það er fínt að klára þetta bara og fá stigin þrjú þótt að leikurinn hafi ekki endilega verið fallegur þá er stigin falleg."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir

























