Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fös 21. september 2012 20:10
Hafliði Breiðfjörð
Ingvar Jónsson: Treysti á að Blikar myndu misstíga sig
Ingvar fær flugferð hjá leikmönnum sínum eftir leikinn.
Ingvar fær flugferð hjá leikmönnum sínum eftir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta er yndislegt, helst að taka þetta á hverju ári. Við erum búnir að vinna B-liðin líka tvö ár af síðustu þremur svo þetta er búið að vera frábært," sagði Ingvar Jónsson þjálfari 2. flokks FH sem varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð í kvöld.

,,Leikurinn var erfiður, völlurinn var þungur og blautur og við erum með lykilmann í leikbanni og Kristján Gauta á bekknum, sem hefði verið fínt að geta verið með frá byrjun. Svo lendum við undir en skorum svo frábært jöfnunarmark sem kveikti í mönnum. Það má segja að mörkin hafi öll verið frekar glæsilegt og hefðu getað verið fleiri á báða bóga."

,,Við vorum að elta Blikana á tímabili og töpuðum tveimur leikjum um miðbikið. Ég hef ekki töluna á því en ætli við séum ekki búnir að vinna 6, 7, 8 leiki í röð. Ég treysti á að Blikarnir myndu misstíga sig sem og þeir gerðu þegar þeir gerðu jafntefli við KR. Þá komumst við yfir og ætluðum sannarlega að klára þetta."

Meistarflokkur karla spilaði við ÍA í gær en Ingvar tefldi fram tveimur leikmönnum úr þeim leik, Einari Karli Ingvarssyni og Emil Pálssyni í byrjunarliði auk þess sem Kristján Gauti Emilsson spilaði hluta eftir að hafa komið inná sem varamaður. En er auðvelt að díla við Heimir Guðjónsson þjálfara meistaraflokks um svona mál?

,,Við reynum að gera gott úr þessu en það er ekkert auðvelt að díla við Heimi. Ég hefði viljað hafa Kristján Gauta frá byrjun en það er meistaraflokksleikur strax á sunnudaginn aftur.Auðvitað er þetta mikið fyrir strák eins og Einar Karl að spila 85 mínútur í gær og 90 mínútur plús í kvöld en hann er ungur og það er hungur og hann vildi þetta. Þetta var frábær niðurstaða."

Nánar er rætt við Ingvar í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner