,,Við vorum mjög ósáttir við að tapa síðasta heimaleiknum á tímabilinu. Þetta var ekki það sem við vorum að leita eftir," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson fyrirliði ÍA eftir 0-1 tap gegn Fram í dag.
,,Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur en við vorum óheppnir í markinu. Þetta var algjört klaufamark sem við fáum á okkur. Eftir það droppa þeir algjörlega til baka og við náum ekki að brjóta þá niður."
,,Við vorum svekktir með að fá þetta mark á okkur. Við stjórnuðum leiknum meira og minna allana fyrri hálfleikinn."
,,Það var mjög svekkjandi að fara inn í hálfleik með 1-0 á bakinu vitandi að við værum að spila á móti vindinum í seinni hálfleik sem hefur mikið að segja. En það var sama uppi á teningnum líka í seinni hálfleik."
,,Við stjórnuðum miklu meira leiknum og þeir voru að reyna að beita skyndisóknum sem þeir gerðu ágætlega en brutu okkur aldrei niður. Þeir fengu þetta víti og það er eina færið sem þeir fá í öllum leiknum sem er svekkandi líka."
Jóhannes Karl var spurður í viðtalinu út í þá menn sem fóru í glugganum, Gary Martin og Mark Doninger og sagði:
,,Menn sem vilja ekki vera hjá okkur eru ekki velkomnir. Það er bara okkar afstaða, það er ekkert flókið mál."
Nánar er rætt við Jóhannes Karl í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
























