Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
banner
   lau 29. september 2012 16:37
Elvar Geir Magnússon
Óli Kristjáns: Hjákátlegt að hlusta á vælið í þeim
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
„Vendipunkturinn í þessum leik var hvað mínir menn voru fókuseraðir, taktískt fóru þeir eftir öllu og við fórum í gegnum galopna vörn Stjörnunnar sem var mjög hátt á vellinum," sagði Ólafur Kristjánsson eftir sigur Breiðabliks á Stjörnunni í dag 2-0.

Blikarnir tryggðu sér ekki bara Evrópusæti með sigrinum heldur einnig silfurverðlaunin í deildinni.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Arnar Már get teymt Daníel Laxdal út og suður og við gátum sent Rohde í gegn aftur og aftur og aftur. Þeir voru með sóknarmann í bakverðinum og það var veisla."

„Þetta var fyllilega verðskuldað. Ég er mjög sáttur við uppskeruna í sumar."

Miklu grófari en við
Áður en Ólafur kom í viðtal við Fótbolta.net heyrði hann Bjarna Jóhannsson í viðtali við Stöð 2 Sport þar sem Bjarni sagði dómgæsluna hafa ráðið úrslitum.

„Það er hjákátlegt að hlusta á vælið í þeim yfir dómgæslu. Ég veit ekki hvað gerðist þegar Garðar skallaði hann eða skallaði hann ekki inn en heilt yfir í leiknum voru þeir miklu grófari en við."

„Dómarinn réði ekki úrslitum. Það var æsigngur og læti og þeir misstu tökin á því sem þeir voru að gera. Við vorum rólegir og skipulagðir og sigldum þessu í höfn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner