„Það skemmtilegasta í þessu er samt að vinna leikinn með öllum tiltækum ráðum."
„Þetta félag stendur nærri mér og minn faglegi metnaður liggur í því að gera gott lið betra," segir Logi Ólafsson sem er tekinn við þjálfun Stjörnunnar.
„Stjarnan er skemmtilegt lið með góða leikmenn."
„Stjarnan er skemmtilegt lið með góða leikmenn."
Það hefur verið hægt að ganga að því vísu að fá mörg mörk og mikla skemmtun í leikjum Stjörnunnar. Mun Logi ekki halda í skemmtanagildið?
„Skemmtunin má samt ekki vera á kostnað árangursins. Við viljum ná árangri. Við munum fara yfir stöðuna og sjá hvað við getum gert til að halda skemmtanagildinu áfram. Það skemmtilegasta í þessu er samt að vinna leikinn með öllum tiltækum ráðum," segir Logi.
Rúnar Páll Sigmundsson verður aðstoðarmaður Loga en hann hefur síðustu ár þjálfað lið Levanger í Noregi með góðum árangri.
„Mér lýst vel á hann. Hefur mikinn faglegan metnað og góðan bakgrunn. Hann er gamall nágranni minn svo ég hef fylgst með honum síðan hann var lítið barn. Hann er góður í þetta starf."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en þar talar hann meðal annars um að hann ætli sér ekki að sækja menn frá Selfossi.
Athugasemdir























