Magnús Már Einarsson skrifar frá Albaníu
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands, var hæstánægður eftir 2-1 sigurinn á Albönum í kvöld.
,,Ég er mjög ánægður. Leikmennirnir börðust vel. Í síðari hálfleik var þetta spurning um heppni og við vorum heppna liðið í kvöld. Þegar þú ert með leikmenn eins og Gylfa sem geta skotið svona úr aukaspyrnum þá ertu ánægður maður," sagði Lars eftir leik.
Í hálfleik íhugaði finnski dómarinn að flauta leikinn af vegna mikillar úrkomu í Albaníu.
,,Ég sagði að ef að boltinn myndi ekki rúlla á vellinum þá væri sanngjarnast að fresta leiknum. Dómarinn ákvað að byrja og sjá hvernig það myndi ganga. Rigningin hætti ekki alveg en það var hægt að spila þó að það hafi verið mikið af áhættum í leiknum."
Albanir létu finna sér í kvöld og íslenska liðið svaraði af bragði og fékk nokkur gul spjöld.
,,Þeir spiluðu mjög fast og ég skil að þeir hafi gert það á heimavelli. Það er alltaf erfitt fyrir dómara að setja línuna og við fengum nokkur röng gul spjöld, sérstaklega hjá Aroni, hann gerði ekkert," sagði Lars en Aron verður núna í banni gegn Sviss á þriðjudag.
,,Við munum auðvitað sakna hans á þriðjudag en svona er lífið, þú verður að höndla þetta."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















