Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   fös 12. október 2012 21:36
Magnús Már Einarsson
Lars Lagerback: Spurning um heppni í síðari hálfleik
Magnús Már Einarsson skrifar frá Albaníu
Voltaren
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands, var hæstánægður eftir 2-1 sigurinn á Albönum í kvöld.

,,Ég er mjög ánægður. Leikmennirnir börðust vel. Í síðari hálfleik var þetta spurning um heppni og við vorum heppna liðið í kvöld. Þegar þú ert með leikmenn eins og Gylfa sem geta skotið svona úr aukaspyrnum þá ertu ánægður maður," sagði Lars eftir leik.

Í hálfleik íhugaði finnski dómarinn að flauta leikinn af vegna mikillar úrkomu í Albaníu.

,,Ég sagði að ef að boltinn myndi ekki rúlla á vellinum þá væri sanngjarnast að fresta leiknum. Dómarinn ákvað að byrja og sjá hvernig það myndi ganga. Rigningin hætti ekki alveg en það var hægt að spila þó að það hafi verið mikið af áhættum í leiknum."

Albanir létu finna sér í kvöld og íslenska liðið svaraði af bragði og fékk nokkur gul spjöld.

,,Þeir spiluðu mjög fast og ég skil að þeir hafi gert það á heimavelli. Það er alltaf erfitt fyrir dómara að setja línuna og við fengum nokkur röng gul spjöld, sérstaklega hjá Aroni, hann gerði ekkert," sagði Lars en Aron verður núna í banni gegn Sviss á þriðjudag.

,,Við munum auðvitað sakna hans á þriðjudag en svona er lífið, þú verður að höndla þetta."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner