Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
banner
   mán 23. maí 2016 11:30
Magnús Már Einarsson
Viðtal
Alfreð: Sé mig í þessari deild næstu árin
Icelandair
Alfreð á landsliðsæfingu í dag.
Alfreð á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason skoraði sjö mörk með Augsburg eftir að hann kom til félagsins í byrjun febrúar. Hversu góð ákvörðun var það á skalanum 1-10 að fara til Þýskalands að mati Alfreðs?

„Eftir á að hyggja er það tíu, miðað við hvernig þetta þróaðist. Þetta var það besta sem maður gat ímyndað sér. Maður fékk tíma til að komast inn í þetta og svo spilaði ég alla leiki eftir það. Ég náði að skora og liðið hélt sér uppi," sagði Alfreð við Fótbolta.net fyrir æfingu hjá íslenska landsliðinu í dag en hann kann vel við sig í Bundesligunni.

„Ég held að ég hafi fundið að þetta er deildin sem hentar mér best. Þetta er deild sem ég horfði mikið til þegar ég var í Hollandi og langaði að fara þangað. Það var ekki hægt þá af öðrum ástæðum. Ég sé mig í þessari deild næstu árin."

Alfreð kom fyrst á láni til Augsburg en þýska félagið keypti hann í sínar raðir á dögunum.

„Þetta er fyrsta sumarið í langan tíma þar sem maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af framtíðinni. Það er gott fyrir mann sjálfan að vita hvað maður er að fara að gera. Síðan ég fór út hefur bara verið eitt annað sumar þar sem hefur ekki verið nein óvissu."

Alfreð stefnir á sæti í byrjunarliðinu eftir góða frammistöðu undanfarna mánuði.

„Ég kem til landsliðsins með sama hugarfari og alltaf og það er að hafa áhrif. Núna höfum við 2-3 vikur fram að fyrsta leik til að sýna hvað maður getur og síðan er þetta ákvörðun þjálfaranna."

„Ég er í mjög góðu leikformi. Ég er búinn að spila í þýsku deildinni sem er krefjandi deild og ég held að ég hafi sjaldan verið í betra formi líkamlega."


Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner