Lars Lagerback, annar þjálfara Íslands, var að sjálfsögðu gríðarlega sáttur eftir 2-1 sigur liðsins á Austurríki EM í Frakklandi.
Eins og allir vita þá komst Ísland áfram í 16-liða úrslit með sigrinum og mun liðið spila gegn Englandi í 16-liða úrslit.
Eins og allir vita þá komst Ísland áfram í 16-liða úrslit með sigrinum og mun liðið spila gegn Englandi í 16-liða úrslit.
„Þetta var svona eins og við höfum verið að gera áður þegar við tökum forystuna, en ég get skilið það í þessu tilviki. Í þessari stöðu var þetta mjög erfitt, en liðið gerði virkilega vel," sagði Lars eftir leik.
„Það er ekki til betra lið þegar kemur að vinnuframlagi og viðhorfið sem liðið hefur sýnt í þessum þremur leikjum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja."
Íslenska liðið gerði gríðarlega góðar skiptingar í leiknum og var Lars var ánægður með þær.
„Þær virkuðu mjög vel. Arnór, Elmar og Sverrir komu inn og það hjálpaði okkur. Þeir komu inn með ferskar lappir og skiptingarnar voru góðar."
Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir