Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mið 22. júní 2016 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lars: Veit eiginlega ekki hvað ég á að segja
Icelandair
Lars var að sjálfsögðu ánægður með sína menn
Lars var að sjálfsögðu ánægður með sína menn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lars Lagerback, annar þjálfara Íslands, var að sjálfsögðu gríðarlega sáttur eftir 2-1 sigur liðsins á Austurríki EM í Frakklandi.

Eins og allir vita þá komst Ísland áfram í 16-liða úrslit með sigrinum og mun liðið spila gegn Englandi í 16-liða úrslit.

„Þetta var svona eins og við höfum verið að gera áður þegar við tökum forystuna, en ég get skilið það í þessu tilviki. Í þessari stöðu var þetta mjög erfitt, en liðið gerði virkilega vel," sagði Lars eftir leik.

„Það er ekki til betra lið þegar kemur að vinnuframlagi og viðhorfið sem liðið hefur sýnt í þessum þremur leikjum. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja."

Íslenska liðið gerði gríðarlega góðar skiptingar í leiknum og var Lars var ánægður með þær.

„Þær virkuðu mjög vel. Arnór, Elmar og Sverrir komu inn og það hjálpaði okkur. Þeir komu inn með ferskar lappir og skiptingarnar voru góðar."

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner