Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 22. júní 2016 19:04
Magnús Már Einarsson
Rikki Daða: Fagnaði miklu meira núna en gegn Frökkum
Icelandair
Rikki í landsliðstreyju í stúkunni.
Rikki í landsliðstreyju í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkharður Daðason, fyrrum framherji íslenska landsliðsins, var í stúkunni þegar Ísland lagði Austurríki 2-1 í kvöld en Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins.

Ríkharður segist hafa fagnað sigurmarkinu betur en markinu fræga sem hann gerði gegn Frökkum á Laugardalsvelli árið 1998.

„Ég held að ég hafi fagnað miklu meira núna. Ég trylltist gjörsamlega. Ég á ekki orð," sagði Rikki við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Rikki tók virkan þátt í stuðningnum í stúkunni. „Það hlýtur að vera ógeðslega gaman að vera inni á vellinum með svona hóp á bakvið sig."

Næsti leikur Íslands er gegn Englendingum í Nice á mánudagskvöld.

„Ég er búinn að segja það í viku að við myndum alltaf fara í 2. sætið til Nice. Það er geggjað að fara til Nice. Ég held að við eigum möguleika. Þetta lið er búið að sýna það að það getur unnið hvern sem er."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner