Ríkharður Daðason, fyrrum framherji íslenska landsliðsins, var í stúkunni þegar Ísland lagði Austurríki 2-1 í kvöld en Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins.
Ríkharður segist hafa fagnað sigurmarkinu betur en markinu fræga sem hann gerði gegn Frökkum á Laugardalsvelli árið 1998.
„Ég held að ég hafi fagnað miklu meira núna. Ég trylltist gjörsamlega. Ég á ekki orð," sagði Rikki við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.
Ríkharður segist hafa fagnað sigurmarkinu betur en markinu fræga sem hann gerði gegn Frökkum á Laugardalsvelli árið 1998.
„Ég held að ég hafi fagnað miklu meira núna. Ég trylltist gjörsamlega. Ég á ekki orð," sagði Rikki við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.
Rikki tók virkan þátt í stuðningnum í stúkunni. „Það hlýtur að vera ógeðslega gaman að vera inni á vellinum með svona hóp á bakvið sig."
Næsti leikur Íslands er gegn Englendingum í Nice á mánudagskvöld.
„Ég er búinn að segja það í viku að við myndum alltaf fara í 2. sætið til Nice. Það er geggjað að fara til Nice. Ég held að við eigum möguleika. Þetta lið er búið að sýna það að það getur unnið hvern sem er."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir