Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mið 22. júní 2016 19:04
Magnús Már Einarsson
Rikki Daða: Fagnaði miklu meira núna en gegn Frökkum
Icelandair
Rikki í landsliðstreyju í stúkunni.
Rikki í landsliðstreyju í stúkunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ríkharður Daðason, fyrrum framherji íslenska landsliðsins, var í stúkunni þegar Ísland lagði Austurríki 2-1 í kvöld en Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins.

Ríkharður segist hafa fagnað sigurmarkinu betur en markinu fræga sem hann gerði gegn Frökkum á Laugardalsvelli árið 1998.

„Ég held að ég hafi fagnað miklu meira núna. Ég trylltist gjörsamlega. Ég á ekki orð," sagði Rikki við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld.

Rikki tók virkan þátt í stuðningnum í stúkunni. „Það hlýtur að vera ógeðslega gaman að vera inni á vellinum með svona hóp á bakvið sig."

Næsti leikur Íslands er gegn Englendingum í Nice á mánudagskvöld.

„Ég er búinn að segja það í viku að við myndum alltaf fara í 2. sætið til Nice. Það er geggjað að fara til Nice. Ég held að við eigum möguleika. Þetta lið er búið að sýna það að það getur unnið hvern sem er."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner