Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 22. júní 2016 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristján Guðmunds: Þetta er það trylltasta
Icelandair
Kristján var mættur á leikinn í dag
Kristján var mættur á leikinn í dag
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis R., var mættur til að sjá Ísland vinna Austurríki 2-1 á EM í Frakklandi.

Hann segir þetta það trylltasta sem hann hafi séð í fótboltanum.

„Þetta er það trylltasta, það er algjörlega ljóst," sagði Kristján við Fótbolta.net. „Þetta er algjörlega brilljant."

Kristján er á því máli að íslenski viljinn hafi klárað þennan leik fyrir okkur.

„Þegar við stóðum af okkur þessar fyrstu 14 mínútur þá svona fann maður að við vorum búnir að standa af okkur fyrstu hrinuna, en svo gleymum við okkur þarna, við vorum ekki allir saman að pressa saman út í horni og þá er liðið opið og Austuríkismennirnir eru það sterkir að þeir nýttu það. Svo sá maður líka þreytu hjá þeim og ég held að það hafi bara verið íslenski viljinn sem gerði þetta."

Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum og Kristján er eins og allir Íslendingar spenntur fyrir þeirri viðureign.

„Við erum alltaf að vonast til þess að vera dregnir á móti þeim í riðli fyrir HM og EM og nú fáum við þá í 16-liða úrslitum á EM. Þetta er algjörlega tryll."

Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner