Kristján Guðmundsson, þjálfari Leiknis R., var mættur til að sjá Ísland vinna Austurríki 2-1 á EM í Frakklandi.
Hann segir þetta það trylltasta sem hann hafi séð í fótboltanum.
Hann segir þetta það trylltasta sem hann hafi séð í fótboltanum.
„Þetta er það trylltasta, það er algjörlega ljóst," sagði Kristján við Fótbolta.net. „Þetta er algjörlega brilljant."
Kristján er á því máli að íslenski viljinn hafi klárað þennan leik fyrir okkur.
„Þegar við stóðum af okkur þessar fyrstu 14 mínútur þá svona fann maður að við vorum búnir að standa af okkur fyrstu hrinuna, en svo gleymum við okkur þarna, við vorum ekki allir saman að pressa saman út í horni og þá er liðið opið og Austuríkismennirnir eru það sterkir að þeir nýttu það. Svo sá maður líka þreytu hjá þeim og ég held að það hafi bara verið íslenski viljinn sem gerði þetta."
Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum og Kristján er eins og allir Íslendingar spenntur fyrir þeirri viðureign.
„Við erum alltaf að vonast til þess að vera dregnir á móti þeim í riðli fyrir HM og EM og nú fáum við þá í 16-liða úrslitum á EM. Þetta er algjörlega tryll."
Viðtalið við Kristján má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir