Páll Sævar Guðjónsson, vallarþulur íslenska landsliðsins var að sjálfsögðu afskaplega kátur þegar Fótbolti.net spjallaði við hann í dag. Hann er venjulega vallarþulur á KR vellinum, sem og þegar íslenska landsliðið spilar á Laugardalsvelli en hann er einnig vallarþulur fyrir íslenska liðið út í Frakklandi.
Ísland var nýbúið að vinna Austurríki og tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum gegn Englandi þegar við heyrðum í honum.
Ísland var nýbúið að vinna Austurríki og tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum gegn Englandi þegar við heyrðum í honum.
„Þetta er búið að vera frábær dagur, allt gengið vel og ótrúelga gaman og framhaldið verður eitthvað ævintýri."
Hann var spurður hvernig honum leið á meðan á leik stóð.
„Ég hélt ég væri að fá blæðandi magasár. Þegar markið kom úr síðustu spyrnu leiksins, ég hljóp um eins og hýena."
„Ég fæ ekki að vera nálægt varamannaskýlinu því ég er svo brjálaður.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir