Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mið 18. júlí 2018 20:48
Elvar Geir Magnússon
Óli Jó: Hann dæmdi okkur út úr þessari keppni
Dómaratríóið í kvöld fær þakkir frá þjálfara Rosenborg að leik loknum. Hann má vera þakklátur enda fékk norska liðið mikla hjálp frá búlgarska dómaranum.
Dómaratríóið í kvöld fær þakkir frá þjálfara Rosenborg að leik loknum. Hann má vera þakklátur enda fékk norska liðið mikla hjálp frá búlgarska dómaranum.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
„Þetta er hrikalega svekkjandi," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í Meistaradeildinni í kvöld en það þýddi samanlagt 3-2 tap.

Lestu um leikinn: Rosenborg 3 -  1 Valur

„Við vorum búnir að spila ágætis leik. Við vissum að þeir yrðu meira með boltann og myndu pressa á okkur og það var ekkert óvænt. Við vorum djöfull nærri því og vítin tvö sem við fengum á okkur eru bara bull. Ég veit ekki með vítið sem við fengum, sumir segja að hann hafi skallað hann í hendina.Ég veit ekkert um það því ég sá það ekki nógu vel. En mínir menn segja að fyrri tvö vítin hafi bara verið djók."

Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov réði ekkert við leikinn og vítadómarnir voru allir kolrangir.

„Við erum að spila í Meistaradeildinni og það eru ekki betri dómarar en þetta. Mér skilst að þessi dómari hafi ekki dæmt fótboltaleik í marga mánuði því deildin þar er ekki í gangi," sagði Óli.

Nánar er rætt við Óla í sjónvarpinu hér að ofan en hann var mjög reiður eftir leik og sýndi peningamerki upp í stúku.

„Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni. Það er fúlt en við lærum af þessu og komum sterkir til baka."
Athugasemdir
banner
banner
banner