Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   mið 18. júlí 2018 20:48
Elvar Geir Magnússon
Óli Jó: Hann dæmdi okkur út úr þessari keppni
watermark Dómaratríóið í kvöld fær þakkir frá þjálfara Rosenborg að leik loknum. Hann má vera þakklátur enda fékk norska liðið mikla hjálp frá búlgarska dómaranum.
Dómaratríóið í kvöld fær þakkir frá þjálfara Rosenborg að leik loknum. Hann má vera þakklátur enda fékk norska liðið mikla hjálp frá búlgarska dómaranum.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
„Þetta er hrikalega svekkjandi," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í Meistaradeildinni í kvöld en það þýddi samanlagt 3-2 tap.

Lestu um leikinn: Rosenborg 3 -  1 Valur

„Við vorum búnir að spila ágætis leik. Við vissum að þeir yrðu meira með boltann og myndu pressa á okkur og það var ekkert óvænt. Við vorum djöfull nærri því og vítin tvö sem við fengum á okkur eru bara bull. Ég veit ekki með vítið sem við fengum, sumir segja að hann hafi skallað hann í hendina.Ég veit ekkert um það því ég sá það ekki nógu vel. En mínir menn segja að fyrri tvö vítin hafi bara verið djók."

Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov réði ekkert við leikinn og vítadómarnir voru allir kolrangir.

„Við erum að spila í Meistaradeildinni og það eru ekki betri dómarar en þetta. Mér skilst að þessi dómari hafi ekki dæmt fótboltaleik í marga mánuði því deildin þar er ekki í gangi," sagði Óli.

Nánar er rætt við Óla í sjónvarpinu hér að ofan en hann var mjög reiður eftir leik og sýndi peningamerki upp í stúku.

„Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni. Það er fúlt en við lærum af þessu og komum sterkir til baka."
Athugasemdir
banner
banner