Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 08. ágúst 2018 11:45
Elvar Geir Magnússon
Bestur í Inkasso: Aldrei séns að ég væri að fara að hætta í fótbolta
Leikmaður 14. umferðar - Emil Atlason (Þróttur)
ÍR-ingar áttu í miklum vandræðum með Emil.
ÍR-ingar áttu í miklum vandræðum með Emil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emil í Laugardalnum.
Emil í Laugardalnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Emil Atlason skoraði tvö kærkomin mörk þegar Þróttur vann 6-1 sigur í 14. umferð Inkasso-deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar.

Emil segir að það geri ansi mikið fyrir sig persónulega að hafa skorað þessi fyrstu mörk sín í sumar. Hann fótbrotnaði í leik í Pepsi-deildinni 2016 og sleit krossband snemma tímabils í fyrra.

„Það var frábært fyrir mig að ná þessum mörkum. Ég hef lent í erfiðum meiðslum tvö mörk í röð og er mjög sáttur með að ná að skora þessi mörk. Ég er komast á gott ról. Þetta er mjög mikilvægt fyrir mig sem leikmann eftir það sem á undan er gengið, fá sjálfstraustið aftur," segir Emil.

Komu upp tímar í þessu meiðslaferli þar sem hann var í einhverju svartholi og hugsaði um hvort hann myndi snúa aftur á fótboltavöllinn?

„Þegar maður lendir í svona, sérstaklega til að byrja með, þá kemur upp þunglyndi í manni. Það stóð samt stutt yfir. Þegar ég hugsa til baka þá var aldrei séns að ég væri að fara að hætta í fótbolta. Ég hélt áfram."

Emil er af mikilli fótboltafjölskyldu og segist hafa fengið mjög góðan stuðning.

„Þau hafa stutt mig mjög mikið. Þau hafa öll lent í meiðslum eða erfiðum köflum á sínum ferli. Þau þekkja þetta líka. Þau hafa verið mér til staðar og hjálpað mikið."

Stefnum á sigur gegn HK
Miklar breytingar urðu á leikmannahópi Þróttar í sumarglugganum en liðið virðist fljótt að smella saman, allavega miðað við þennan 6-1 sigur grgn ÍR.

„Þrátt fyrir úrslitin var þessi leikur að mörgu leyti jafn í fyrri hálfleiknum en við kláruðum þá svo algjörlega í þeim seinni. Það eru ungir strákar komnir inn og þeir eru mjög ferskir, þeir eru graðir í að fá að spila. Það kom með ferskleika í liðið og hristi upp í þessu. Þeir eru allir tilbúnir að sýna sig og sanna."

Þróttur er sem stendur sjö stigum frá öðru sætinu en liðið vonast til þess að geta jafnvel laumað sér í baráttu við liðin fyrir ofan.

„Við hugsum um hvern leik fyrir sig. Næsti leikur er gegn HK á morgun og við ætlum inn í hann með það í huga að reyna að vinna. Eins og er þá erum við að elta efstu liðin en sjáum hvert við getum komist," segir Emil sem vonast til að bæta við fleiri mörkum áður en tímabilinu lýkur.

„Fyrst og fremst hugsa ég samt um að hjálpa liðinu að komast eins hátt og mögulegt er í deildinni."

Fyrri leikmenn umferðarinnar
13. umferð - Bjarni Aðalsteinsson (Magni)
12. umferð - Eyjólfur Tómasson (Leiknir R.)
11. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
10. umferð - Arnór Snær Guðmundsson (ÍA)
9. umferð - Emir Dokara (Víkingur Ó.)
8. umferð - Viktor Jónsson (Þróttur R.)
7. umferð - Tiago Fernandes (Fram)
6. umferð - Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
5. umferð - Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss)
4. umferð - Alvaro Montejo Calleja (Þór)
3. umferð - Steinar Þorsteinsson (ÍA)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner