Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. ágúst 2018 10:00
Fótbolti.net
Lið 18. umferðar í Inkasso - Þróttarar sækja á
Einar Logi Einarsson (til vinstri) er í liði umferðarinnar.  Hér er hann í baráttu við Zeiko Lewis í toppslagnum gegn HK.
Einar Logi Einarsson (til vinstri) er í liði umferðarinnar. Hér er hann í baráttu við Zeiko Lewis í toppslagnum gegn HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Þór Guðmundsson er í liðinu.  Hér fagnar hann marki sínu gegn Selfyssingum.
Birkir Þór Guðmundsson er í liðinu. Hér fagnar hann marki sínu gegn Selfyssingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gonzalo Zamorano er í liðinu.
Gonzalo Zamorano er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA og HK gerðu markalaust jafntefli í uppgjöri toppliðanna í Inkasso-deildinni. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, varði tvær vítaspyrnur í leiknum og Einar Logi Einarsson var eins og klettur í vörn ÍA auk þess sem Arnar Már Guðjónsson var öflugur á miðjunni.

Þróttarar halda áfram sigurgöngu sinni og eru komnir í 3. sætið eftir 3-2 endurkomusigur gegn Selfyssingum. Birkir Þór Guðmundsson skoraði jöfnunarmarkið og átti góðan dag á miðjunni hjá Þrótti.

Selfyssingar leiddu 2-0 í hálfleik en þá komu þeir Emil Atlason og Jasper van der Heyden inn á. Emil skoraði og hann og Jasper áttu báðir góðan leik.

Arnar Aðalgeirsson var á skotskónum í mikilvægum sigri Hauka á Fram. Birgir Magnús Birgisson hægri bakvörður átti einnig góðan leik þar.

Aron Kristófer Lárusson var öflugur í liði Þórs í 1-1 jafntefli gegn Magna og Kenneth Hogg skoraði mark Njarðvíkur og átti góðan dag í jafntefli gegn ÍR í fallbaráttuslag.

Gonzalo Zamorano var síðan á skotskónum þegar Víkingur Ólafsvík lagði Leikni R. 2-1 í Breiðholti. Gonzalo hefur átt gott tímabil með Ólafsvíkingum í sumar og oftar en einu sinni verið í liði umferðarinnar. Ejub Purisevic er þjálfari umferðarinnar eftir sigur Víkings í Breiðholti.

Fyrri lið umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner