Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 13. maí 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk leikmaður ársins hjá ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk var í gær valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af deildinni.

Hann var valinn leikmaður ársins af leikmannasamtökunum og fær hann þann sama heiður frá deildinni sjálfri.

Van Dijk var frábær í liði Liverpool sem endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Það eru stuðningsmenn, fyrirliðar og valdir sérfræðingar sem sjá um valið á leikmanni ársins hjá ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta er mikill heiður og ég er mjög stoltur," sagði Van Dijk eftir að hafa fengið verðlaunin.



Athugasemdir
banner
banner
banner