,,Þetta er það sem við þurfum að laga. Það er varnarleikurinn og í dag erum við sofandi á verðinum í tveimur föstum leikatriðum og föllum of aftarlega," sagði Logi Ólafsson þjálfari KR eftir 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæ í kvöld.
,,Það er okkar akkilesarhæll. Við erum með góða stöðu í leiknum og úti á vellinum. Í þessum þremur leikjum sem við höfum spilað erum við með yfirburðarstöðu úti á vellinum í tveimur leikjum en vorum slakir á móti Selfossi. Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga."
KR er með tvö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum eftir að hafa verið spáð titlinum í öllum spám fyrir mót. Logi viðurkennir að sú niðurstaða sé svekkjandi.
,,Auðvitað er mikið svekkelsi yfir niðurstöðunni en það er alveg ljóst að við áttum að vera með betri stöðu eftir fyrstu þrjá leikina heldur en tvö stig. Við erum þess meðvitaðir að við þurfum að gera betur.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |