Ég er alveg klár á því að þetta var 100% víti," sagði Helgi Sigurðsson fyrirliði Víkings eftir að hafa skorað sigurmarkið gegn Leikni úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur seint í leiknum.
,,Þetta var alveg klárt víti, það er alveg ljóst. Það er misskilningur milli varnarmanns og markvarðar og ég nýti mér það og er bara að fara að setja bolta í netið og þá togar hann mig niður."
,,Svo má alltaf diskútera hvort þetta sé rautt spjald en að mínu mati er þetta líka rautt spjald. Ég er bara að fara að setja boltann í tómt markið og fyrst hann dæmdi þetta þá er það bara víti."