,,Ég er frekar svekktur að taka ekki öll stigin hérna í dag. Mér fannst við eiga allt frumkvæði í þessum leik og við fengum flott færi í stöðunni 2-1 til að klára þetta 3-1," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Selfyssingum í kvöld.
Guðmundur Þórarinsson skoraði jöfnunarmark Selfyssinga úr vítaspyrnu eftir að Bjarni Þórður Halldórsson braut á Sævari Þór Gíslasyni. Bjarni Þórður fékk að líta rauða spjaldið fyrir vikið en hvað fannst þjálfaranum um vítaspyrnudóminn?
,,Ég er í engri aðstöðu til að sjá það en hins vegar var Sævar skuggalega langt fyrir innan varnarlínuna hjá okkur. Mér skilst á mönnum sem sáu þetta að þetta hafi verið kolrangstæða. Þetta var engin smá rangstaða, þetta var kolrangstaða"
Hér að ofan má sjá viðtalið við Bjarna í heild sinni.