
,,Ég er alls ekki sáttur við stig. Við komum hingað til að ná í þrjú stig og annan leikinn í röð skorum við ekki þrátt fyrir að við séum með boltann meira og minna allan leikinn," sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, Kalli, þjálfari Breiðabliks eftir markalaust jafntefli gegn Grindavík í kvöld.
,,Við erum ekki að spila nægilega vel á síðasta þriðjungi og erum ekki að gera hlutina eins vel og við eigum að vera að gera þá og það skilar sér í því að við fáum ekki þrjú stig."
,,Þessi deild er bara orðin þannig að öll liðin eru orðin taktísk mjög vel skipulögð og verjast vel. Þetta er orðið þannig að þú verður að nýta þá sénsa sem þú færð. Við fengum fína sénsa í dag."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |