Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, var ánægður eftir 2-1 sigur gegn gömlu félögunum frá Selfossi.
,,Þetta var frekar erfið fæðing en heilt yfir er ég sáttur með sigurinn," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net eftir leik.
Valsarar fengu nokkur góð færi til að bæta við mörkum en það tókst ekki.
,,Við áttum fullt af færum en boltinn vildi ekki inn. Sem betur fer dugðu þessi tvö mörk."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.