Þá er komið að liðnum Áskorun hér á Fótbolta.net. Að þessu sinni skoraði Ásgeir Börkur Ásgeirsson leikmaður Fylkis á Agnar Braga Magnússon varnarmann Selfyssinga.
Ásgeir Börkur skoraði á Agnar Braga að hitta söngvarann Haffa Haff og fara í tískusýningu hjá honum.
Haffi fór í fataskápinn hjá sér og klæddi Agnar Braga upp. Haffi lét Agnar Braga síðan labba um á skemmtistaðnum Sódóma eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.
Agnar Bragi skoraði síðan á Halldór Orra Björnsson leikmann Stjörnunnar en hægt er að fræðast meira um þá áskorun í myndbandinu hér að ofan.
Sjá einnig:
Áskorun: Ásgeir Börur í nútímadansi
Áskorun: Tryggvi syngur Thank You með Dikta
Áskorun: Gunnleifur í bekkpressukeppni við Gillz