,,Við áttum mjög mikið í leiknum og vorum betri aðilinn en það telur ekkert," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram eftir 0-3 tap gegn FH á Laugardalsvelli í dag.
,,Eins og fyrri hálfleikurinn spilaðist þá vorum við að fá góða sénsa og þrjá sénsa á móti markmanni. Við áttum að geta fengið víti í fyrri hálfleik þar sem Alexander var kominn í gegn og rifið í hann og sparkað í hann og hann náði ekki skoti. Sá sem dæmir yfirleitt víti í leik dæmdi ekkert í dag sem kemur á óvart."
,,Ég er ánægður með hvernig við spiluðum en að tapa 3-0 í einum lélegasta leik sem ég hef séð FH spila lengi, og við spiluðum vel, ég er mjög svekktur með það. Þeir höfðu að miklu að keppa og það sást í byrjun leiks að það var titringur í þeim en síðan náðu þeir að stjórna leiknum í seinni."
Fram endar mótið í fimmta sæti. Við spurðum Þorvald hvort hann sé ánægður með tímabilið í heild sinni?
,,Þegar ég lít yfir heildina já, þá er ég nokkuð ánægður. En svo er náttúrulega margt sem maður hefði viljað betur. Þetta eru já og nei pælingar en miðað við allt og allt, hvernig gekk yfir tímabilið þá held ég að við getum horft til baka og verið þokkalega sáttir."
Að lokum spurðum við Þorvald hvort hann sjái fram á að þjálfa liðið áfram á næsta tímabili.
,,Já, ég sé fram á það. Ég er búinn að vera mjög ánægður og vona að ég verði enn ánægðari í lok næsta tímabilsins."
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |