Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   lau 25. september 2010 16:51
Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur sér fram á að vera áfram með Fram - Mjög ánægður
Þorvaldur Örlygsson.
Þorvaldur Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Við áttum mjög mikið í leiknum og vorum betri aðilinn en það telur ekkert," sagði Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram eftir 0-3 tap gegn FH á Laugardalsvelli í dag.

,,Eins og fyrri hálfleikurinn spilaðist þá vorum við að fá góða sénsa og þrjá sénsa á móti markmanni. Við áttum að geta fengið víti í fyrri hálfleik þar sem Alexander var kominn í gegn og rifið í hann og sparkað í hann og hann náði ekki skoti. Sá sem dæmir yfirleitt víti í leik dæmdi ekkert í dag sem kemur á óvart."

,,Ég er ánægður með hvernig við spiluðum en að tapa 3-0 í einum lélegasta leik sem ég hef séð FH spila lengi, og við spiluðum vel, ég er mjög svekktur með það. Þeir höfðu að miklu að keppa og það sást í byrjun leiks að það var titringur í þeim en síðan náðu þeir að stjórna leiknum í seinni."


Fram endar mótið í fimmta sæti. Við spurðum Þorvald hvort hann sé ánægður með tímabilið í heild sinni?

,,Þegar ég lít yfir heildina já, þá er ég nokkuð ánægður. En svo er náttúrulega margt sem maður hefði viljað betur. Þetta eru já og nei pælingar en miðað við allt og allt, hvernig gekk yfir tímabilið þá held ég að við getum horft til baka og verið þokkalega sáttir."

Að lokum spurðum við Þorvald hvort hann sjái fram á að þjálfa liðið áfram á næsta tímabili.

,,Já, ég sé fram á það. Ég er búinn að vera mjög ánægður og vona að ég verði enn ánægðari í lok næsta tímabilsins."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner
banner