Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Það sem bæði lið eiga skilið
Stjórarnir tveir, Ancelotti og Solskjær, hressir fyrir leik.
Stjórarnir tveir, Ancelotti og Solskjær, hressir fyrir leik.
Mynd: Getty Images
„Þetta var leikur tveggja hálfleikja," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 1-1 jafntefli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni.

„Við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleiknum. Þetta var skrýtin byrjun og við eigum ekki að lenda 1-0 undir á þennan hátt," sagði Norðmaðurinn og átti þar við mistök David de Gea.

„Eftir það spiluðum við hins vegar mjög vel og við hefðum átt að vera yfir í hálfleik. Við hefðum líka getað náð sigurmarki undir lok leiksins."

„Við vörðumst allan seinni hálfleikinn og förum sáttir heim með stigið."

Það var mikil dramatík undir lokin er Everton skoraði mark sem var síðar dæmt af vegna rangstöðu á Gylfa Þór Sigurðsson. „David (de Gea) sagði mér að hann hafi verið truflaður af Gylfa," sagði Solskjær.

Að lokum sagði Solskjær: „Eitt stig á bæði lið er það sem bæði lið eiga skilið. Við áttum fyrri hálfleikinn og þeir áttu seinni."

Sjá einnig;:
De Gea segir að Gylfi hafi haft áhrif á sig
Athugasemdir
banner
banner