Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 01. apríl 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það var rangt að gefa Katar þetta mót"
Toni Kroos.
Toni Kroos.
Mynd: Getty Images
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid og þýska landsliðsins, segir að það sé rangt að Katar fái að halda HM í fótbolta á næsta ári.

Þýskaland er á meðal þeirra þjóða sem hafa mótmælt mannréttindabrotum í Katar í aðdraganda mótsins.

Aðbúnaður verkamanna í Katar hefur verið gagnrýndur harðlega í aðdraganda HM þar í landi á næsta ári. Samkvæmt frétt The Guardian hafa 6,500 farandverkamenn látið lífið í Katar frá því þau tíðindi bárust að mótið yrði haldið þar í landi. Það var tilkynnt fyrir tíu árum síðan.

Það hafa jafnframt verið fréttir um það að verkamenn séu að vinna lengi í miklum hita án þess að fá nægilega mikið magn af mati og vatni.

„Það var rangt að gefa Katar þetta mót," sagði Kroos í hlaðvarpi bróður síns.

„Farandverkamenn þurfa að vinna hvíldarlaust í miklum hita án þess að fá nægilega mikla næringu. Þetta er algjörlega óásættanlegt," sagði Kroos jafnframt.

FIFA hefur ekki gefið til kynna að mótið verði fært annað og þá hafa samtökin sem standa að framkvæmdum fyrir mótið í Katar haldið því fram að 38 verkamenn hafi látið lífið frá því framkvæmdir hófust 2014. Samtökin halda því jafnframt fram að þrjú af þessum dauðsföllum hafi verið vinnutengd. Nánar má lesa um það á vefsíðu Goal hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner